Atvinnulausum fækkar um 48 á milli mánaða
104 voru án atvinnu á Norðurlandi vestra síðasta dag júní mánaðar og hafði þeim einstaklingum sem eru án atvinnu að hluta til eða alveg fækkað um 48 frá því mánuðinum á undan. Atvinnulausum fækkaði eða fjöldi þeirra stóð í stað í öllum sveitarfélögum á svæðinu nema á Blönduósi.
Atvinnuleysi á Norðurlandi vestra mælist nú 2,6 % en atvinnuleysi á landinu öllu mælist 7,6%.
Mest fækkaði Atvinnulausum í Skagafirði eða um 33 í Húnaþingi vestra fækkaði þeim um 9 og á Skagaströnd fækkaði atvinnulausum um 7. Í Akrahreppi fækkaði um einn en á Blönduósi fjölgað um 2 og er það eini staðurinn þar sem atvinnuleysi jókst á milli mánaða. Aðrir standa í stað.
Eitthvað er um að laus störf séu auglýst á starfatorgi Vinnumiðlunar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.