Auglýst eftir umsóknum í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra
Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði sveitarfélagsins. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Honum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.
Áherslur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra lúta að verkefnum sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu og rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi í Húnaþingi vestra. Styrkir sem veittir eru úr sjóðnum eru fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir eða styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir.
Væntanlegum umsækjendum og öðrum áhugasömum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur, umsóknareyðublað og lokaskýrslu. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri, í síma 455-2400 eða á netfanginu rjona@hunathing.is
Umsóknir skulu berast til sveitarstjóra Húnaþings vestra á sérstöku umsóknareyðublaði eigi síðar en 29. maí nk.