Bændafundir halda áfram
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.11.2008
kl. 09.11
Bændafundir BÍ halda áfram en mjög góð aðsókn hefur verið á þá síðustu vikur. Yfirskrift fundanna er „Treystum á landbúnaðinn“ en frummælendur hverju sinni eru stjórnarmenn í Bændasamtökunum.
Sagt hefur verið frá því hjá RÚV að stjórn Bændasamtaka Íslands ætli að berjast gegn hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu, meðal annars á vettvangi stjórnmálaflokkanna. Stjórnarmaður segir að búskapur leggist sumstaðar af verði ákveðið að ganga í sambandið.
Fundir verða haldnir í Sjálfstæðishúsinu Blönduósi fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13:30 og á Staðarflöt í Hrútafirði, kl. 20:30 sama dag.