Bændaþjónustan Blönduósi og Saurbæ
Norðlenskir bændur hafa um árabil treyst á skjóta og góða þjónustu Bændaþjónustunnar. Það mun ekki breytast. Nú hefur Bændaþjónustan tekið saman höndum við Lífland til að efla starfsemina.
Opið hús á milli mjalta
Lífland verður með opið hús á Blönduósi á morgun, föstudaginn 28. júní kl. 13 - 17. Þar munu þeir kynna vörur sínar og þjónustu. Frábær tilboð verða á staðnum og léttar veitingar.
