Bensínsölu hætt hjá Bjarna Har
Talsverð tímamót urðu í sögu bensín- og olíuafgreiðslu á Sauðárkróki í dag þegar ný afgreiðslustöð við Borgarflöt á Sauðárkróki var opnuð formlega. Nýja stöðin, sem er ÓB sjálfsafgreiðslustöð með tveimur dælum, leysir af hólmi bensínafgreiðslu við Verzlun Haraldar Júlíussonar við Aðalgötu þar sem afgreiðsla Olís hefur verið til húsa allt frá árinu 1930.
Það voru Bjarni Haraldsson, hinn síungi verslunarmaður og eigandi Verzlunar Haraldar Júlíussonar, og Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olís, sem
tóku nýju stöðina formlega í notkun með því að dæla bensíni á eðalvagn Bjarna.