Bílvelta á Vatnsnesi

Bílvelta varð á Vatnsnesvegi í Vestur-Húnavatnssýslu uppúr klukkan 15 í gær. Samkvæmt mbl.is urðu engin meiriháttar meiðsli á farþegum en sjúkrabíll mætti á svæðið.

Haft er eftir lögreglunni á Blönduósi að vegurinn á svæðinu sé lélegur og oft hafi verið kvartað undan honum til Vegagerðarinnar, en von sé á lagfæringum á veginum fljótlega.

Fleiri fréttir