Bingó í Húnavallaskóla
Komið er að hinu árlega stórbingói 9. bekkjar Húnavallaskóla en það verður haldið næstkomandi föstudag, þann 7. mars. Húsið opnað klukkan 19:30 og bingóið hefst klukkan 20:00. Eftir bingóið verður glæsilegt kaffihlaðborð sem er innifallið í aðgangseyrinum, eins og segir í tilkynningu frá skólanum.
Á bingóinu verður fullt af flottum og veglegum vinningum. Tombólan verður á sínum stað, þannig að allir fá eitthvað og það verða engin núll. Kvöldið endar svo með diskóteki sem stendur til kl. 00:30.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans.
