Bjarni skipaður sýslumaður á Norðurlandi vestra
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur í kjölfar niðurstöðu sérstakrar valnefndar tilkynnt um skipan í embætti sýslumanna í nýjum umdæmum, segir á vef Innanríkisráðuneytisins, en Alþingi samþykkti í vor ný lög um breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglumanna og aðskilnað embættanna.
-Ný lög um umdæmaskipan sýslumanna taka gildi um næstu áramót. Embættin verða 9 í stað 24 áður, sem tryggir öflugri og stærri embætti og skapar ný tækifæri fyrir þessa mikilvægu þjónustu í öllum landshlutum, segir í tilkynningunni.
Bjarni G. Stefánsson, sýslumaður á Blönduósi, verður sýslumaður á Norðurlandi vestra. Lokið verður skipan í embætti í nýjum umdæmum lögreglustjóra á næstu dögum.
Skipan í embætti sýslumanna má sjá hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.