Blönduhlaup USAH um helgina
Blönduhlaup verður haldið laugardaginn 19. júlí kl. 11:00, en það er orðið fastur liður í sumarhátíðinni Húnavöku sem haldin er í júlí hvert ár. Hlaupaleiðin verður bæði á götum og stígum umhverfis Blöndu.
Aldursflokkaskipting og vegalengdir:
2,5 km: 12 ára og yngri (skemmtiskokk er í boði fyrir alla aldurshópa, en verðlaunapeningar bara fyrir 12 ára og yngri)
5 km: 15 ára og yngri, 16 ára og eldri.
10 km: 29 ára og yngri, 30-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri.
Samkvæmt vef Húna verður tímataka í öllum vegalengdum. Hlaupið hefst á planinu fyrir framan Félagsheimilið á Blönduósi og endar einnig þar. Keppendur í öllum vegalengdum hefja keppni samtímis.
Verðlaun eru veitt fyrir fyrsta sæti í hverjum aldursflokki (fyrir utan skemmtiskokkið). Allir keppendur sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarskjal með skráðum árangri. Dregið er um fjölda útdráttarverðlauna.
Þátttökugjald er 1.000 kr fyrir 16 ára og eldri en 500 kr fyrir 15 ára og yngri.
Upplýsingar og skráning sendist á usah@simnet.is. Óskað er eftir forskráningu en annars hefst skráning kl. 10:00 á keppnisdag í félagsheimilinu.