Blönduósbær óskar eftir upplýsingum um óveðurstjón

Mikið fannfergi eftir vonskuveðrið á Blönduósi. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.
Mikið fannfergi eftir vonskuveðrið á Blönduósi. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.

Blönduósbær hyggst, rétt eins og Húnavatnshreppur og Húnaþing vestra, safna saman upplýsingum um tjón í sveitarfélaginu af völdum óveðursins sem gekk yfir í nýliðnum desembermánuði. Óskað er eftir tilkynningum um tjón á búfé-, eignum-, og girðingum ásamt upplýsingum um rafmagns- og fjarskiptaleysi, ásamt öðru því sem íbúar telja að koma þurfi fram. Mikilvægt er að upplýsingarnar berist sem fyrst eða fyrir 13. janúar nk.

"Við þurfum að læra af þessari reynslu og því er óskað eftir þessum upplýsingum. Þær verða meðal annars notaðar til að vinna viðbragðsáætlun fyrir óveður," segir í tilkynningu frá Blönduósbæ.

Hér má finna skráningarblað.

Sjá tengdar fréttir:

Óskað eftir upplýsingum í kjölfar desemberveðursins og 
Safna saman upplýsingum í kjölfar óveður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir