Botnaðu nú

Á morgun 2.apríl rennur út frestur til að senda inn botn á fyrripartinn sem birtur er á Norðanáttinni. Fyrriparturinn að þessu sinni er svona:

Blessuð sólin björt og heit

burtu hrekur vetur.

 

Botna skal senda á info@nordanatt.is. Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það og þeir sem hafa áhuga geta sent okkur fyrripart sem hægt væri að bjóða fólki að botna. Allar vísur sem hafa orðið til hér á Norðanátt er svo hægt að lesa í Hagyrðingahorninu. Einnig er stórskemmtileg síða sem heitir Bögubelgur ný opnuð, þar er líka hægt að láta ljós sitt skína með því að senda inn vísur, fyrriparta og botna.

/Norðanátt

Fleiri fréttir