Breytingar á leikmannahópi Tindastóls

Breytingar hafa orðið á leikmannahópi meistaraflokks karla hjá Tindastóli. Samkvæmt Facebook síðu félagsins hefur Arnar Magnús Róbertsson snúið til baka frá KH og Ingvi Ingvarsson hefur einnig snúið til baka frá Kormáki/Hvöt.

Anton Ari sem hefur verið í marki Tindastóls í sumar er farinn til baka úr láni til Vals. Markvörðurinn Terreance William Dietricht frá Bandaríkjunum mun koma í hans stað. Jose Figura hefur einnig yfirgefið liðið og mun leika með BÍ/Bolungarvík það sem eftir er af tímabilinu. Síðan hefur framherjinn Mark Magee samið við Pepsídeildarlið Fjölnis og mun leika með þeim það sem eftir er af sumri.

Fleiri fréttir