Brúðkaup í Borgarvirki
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
22.08.2014
kl. 09.11
Í sumar var töluvert talað um aukinn áhuga brúðhjóna á að gifta sig á óhefðbundnum stöðum og að æ fleiri veldu fallega staði í náttúrunni til slíkra athafna heldur en kirkjur eins og hefðbundnara má telja.
Af því tilefni fór Feykir á stúfana og spurðist fyrir um óvenjuleg brúðkaup hjá prestum á svæðinu. Kom þeim saman um að slíkt væri engin nýlunda og alltaf töluvert um útibrúðkaup á hverju ári. Eitt slíkt var haldið í Borgarvirki í sumar og í 31. tölublaði Feykis, sem út kom í gær, er rætt við brúðina, Huldu Rós Bjarnadóttur.