Búið að semja
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.06.2014
kl. 11.08
Fram kemur á vef Kennarasambands Íslands að skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Boðuðu verkfalli á morgun, fimmtudaginn 19. júní hefur því verið aflýst.
Samningurinn er til eins árs, frá 1. júní 2014 til 31. maí 2015 og verður kynntur félagsmönnum FL á næstu dögum.