Byggingarfulltrúi Húnaþings vestra lætur af störfum

Sveitarstjóri Húnaþings vestra, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, þakkaði Ólafi Jakobssyni vel unnin störf sem byggingarfulltrúi Húnaþings vestra. Mynd: hunathing vestra.is.
Sveitarstjóri Húnaþings vestra, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, þakkaði Ólafi Jakobssyni vel unnin störf sem byggingarfulltrúi Húnaþings vestra. Mynd: hunathing vestra.is.

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi Húnaþings vestra hefur látið af störfum en á heimasíðu sveitarfélagsins er honum þökkuð vel unnin störf í þágu þess og honum óskað alls hins besta í framtíðinni. Eins og Feykir hefur greint frá var gerður tímabundinn samningur við Blönduósbæ um verkefni byggingarfulltrúa Húnaþings vestra og hefur Skúli Húnn Hilmarsson verið ráðinn í tímabundna stöðu aðstoðarmanns byggingarfulltrúa.

Þorgils Magnússon, byggingarfulltrúi á Blönduósi, verður alla jafna með viðveru í Ráðhúsi Húnaþings vestra á fimmtudögum. Hægt er að ná á Skúla Húni, aðstoðarmanni byggingarfulltrúa, á skrifstofu sveitarfélagsins frá kl. 9-12 alla virka daga en erindi til byggingarfulltrúa má senda á netfangið byggingarfulltrui@hunathing.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir