Fréttir

Stefanía á átta hesta

Ef það er eitthvert dýr sem Skagafjörður getur státað af þá er það hesturinn en um þessar slóðir má finna fjöldann allan af flottum ræktendum sem eru að gera góða hluti með íslenska hestinn bæði í keppnum og í ræktun og sölu erlendis. Þar sem ég er nokkuð viss um að margir lesendur Feykis viti meira um hesta en ég ákvað ég að leita uppi nokkrar staðreyndir um hesta sem hugsanlega einhverjir hafa ekki hugmynd um að væri rétt.
Meira

Hátt í 15 ár að gera upp fyrsta bílinn

Samgöngusafnið í Stóragerði Skagafirði er staður þar sem margt rusl hefur orðið að fjársjóði en safnið, sem aldrei átti að verða safn, hefur nú verið starfrækt í 17 ár. Gunnar Kr. Þórðarson, stofnandi safnsins, sá að nokkuð ljóst væri að byggja þyrfti skemmu undir alla dýrgripina svo þeir yrðu ekki fyrir skemmdum, því mikill tími og peningar voru farnir í uppgerð á hinum ýmsu tækjum.
Meira

Elskar að fara í rjúpu

Þýskur fjárhundur eða german shepherd, eins og flestir þekkja þá undir, eru mjög fallegir, sterkbyggðir og tignarlegir hundar. Þeir eru oftast svartir/brúnir á litinn en grár/brúnn er einnig þekkt. Þar sem þeir eru þekktir fyrir að vera mjög ákveðnir, óhræddir, áhugasamir, kjarkaðir, athuglir og hlýðnir þá eru þeir oftast notaðir sem vinnuhundar því þeir eru einnig einstaklega fljótir að læra. Þeir eru mjög húsbóndahollir og elska ekkert meira en að vera með fjölskyldunni sinni þó það sé ekki annað en að fara í smá bíltúr að kaupa sér ís, þeir vilja bara vera með.
Meira

Mangó sett í aðhald

Deguar eru lítil loðin nagdýr, ljósbrún að lit og með gula flekki. Þeir geta orðið 25-31 sm og um 170-400 grömm. Lífslíkur eru yfirleitt um sex til átta ár en geta verið allt að 13 ár. Þessir litlu loðboltar eru mikil félagsdýr og eru mjög virk á daginn og hafa góða sjón. Þeir eru gjarnir á að naga plast og verða því að vera í málmbúrum. Þeir gefa frá sér um 15 sérstök hljóð sem þeir tjá sig með.
Meira

Zetorinn hans Sigmars í Lindabæ

Það þekkja eflaust margir til hans Sigmars Jóhannssonar í Lindabæ í Skagafirði en hann hefur haft mikinn áhuga á dráttarvélum og búminjum um langa tíð og var hans fyrsta vél Farmal Cub dráttarvél sem fylgdi bæði sláttuvél og plógur.
Meira

Hefur verið starfrækt óslitið síðan 1947

Einn af þeim framleiðendum sem hafa verið að bjóða upp á vörur sínar í bíl smáframleiðenda er Garðyrkjustöðin Laugarmýri og kannast eflaust margir við fallegu blómin þeirra sem prýða marga garðana á sumrin. En Laugarmýri er ekki bara þekkt fyrir blómin þau rækta margt fleira og má þar t.d. nefna góðu og safaríku gúrkurnar sem eru ómótstæðilegar í salatið eða bara sem snakk.
Meira

Týndi snúbba sem fannst svo á öruggum stað

Kanínur eru fyrirtaks inni gæludýr, með frábæran persónuleika og geta verið mjög skemmtilegar. Þær eru líka mjög félagslyndar en þær þurfa líka sitt einkapláss en vilja þó alltaf vera nálægt fjölskyldunni því þær hafa ríka þörf fyrir samskipti og hreyfingu en þurfa einnig að hafa eitthvað við að vera.
Meira

Stríðinn klaufabárður

Það er eitthvað svo krúttlegt við að fylgjast með Dachshundi trítla með eiganda sínum í göngutúr um götur bæjarins að mann langar ekkert annað en að heilsa upp á þennan fallega hund sem elskar að fá athyggli og klapp. Dachshund eða langhundur eins og hann er kallaður á Íslandi var fyrst ræktaður til veiða á kanínum en varð svo vinsælt gæludýr meðal kóngafólks. Í dag er þessi tengud á meðal tíu vinsælustu hundategunda í heiminum. Þeir eru þekktir fyrir stuttar lappir og langan búk sem sumum þykir minna helst á pylsu en þrátt fyrir að vera smágerðir eru þeir mjög kraftalega vaxnir.
Meira

Allir með sitt hlutverk í framleiðslunni

Hjónin Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson búa á bænum Birkihlíð í Skagafirði. Þar reka þau Birkihlíð kjötvinnslu – Brjáluðu gimbrina, í gamla fjósinu sínu, og var það nafn til sem skírskotun til ástandsins í sauðfjárræktinni. Þar eru þau búin að koma sér upp fullbúinni kjötvinnslu og eru að vinna í því að klára aðstöðu þar við hliðina þar sem verður löggilt eldhús. Einnig eru þau að vinna í því að koma sér upp lítilli búð fyrir framan kjötvinnsluna því fólk sækir mjög í að heimsækja þau til að kaupa sér kjöt í matinn.
Meira

Hugleiðingar um ánamaðka

Ég fór út að skokka einn morguninn eftir góða rigninganótt á hlaupabrautinni á Króknum og á meðan er ýmislegt sem fer í gegnum hausinn á mér og datt ég í þann gír að velta því fyrir mér af hverju í ands.. ánamaðkar tækju upp á því að koma upp á yfirborðið um og eftir vætutíð... eru þeir haldnir sjálfsvígshugleiðingum, nei ég segi bara svona. Mér þykir þetta samt frekar undarlegt. Halda þeir kannski að grasið sé grænna hinumegin við hlaupabrautina. Ég ákvað því að kynna mér betur þessa frekar ógeðslegu og slímugu skordýrategund sem gerir lítið gagn annað en að vera fuglamatur eða hvað?
Meira