Dagsbrún og Kormákur eldri sigruðu á Staðarskálamótinu
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
07.01.2015
kl. 16.59
Hið árlega Staðarskálamót í körfubolta fór fram í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra þann 27. desember. Þar var keppt í körfubolta í kvenna- og karlaflokkum. Í kvennaflokki bar Dagsbrún sigur úr býtum en Kormákur eldri í karlaflokki.
Að vanda var mótið vel sótt og stemningin góð.
Úrslitin urðu eftirfarandi:
Kvennaflokkur
1. Dagsbrún
2. Leynifélag Agga Pó
Karlaflokkur
1. Kormákur
2. Dóri B
3. Versta liðið í sögu mótsins
Nánari úrslit hafa ekki verið kunngerð, samkvæmt frétt á vef Norðanáttar. Fleiri myndir frá mótinu er að finna á vef Norðanáttar.