Darrel Keith Lewis genginn til liðs við Tindastól
Tindastóll og Darrel Keith Lewis hafa komist að samkomulagi um að hann verði leikmaður Tindastóls á næsta tímabili. Darrel K. Lewis er þekkt stærð í boltanum og hefur undanfarin tvö tímabil leikið með liði Keflavíkur og lék á síðasta tímabili í rúmar 33 mín að meðatali og skoraði tæp 21 stig og tók 6 fráköst að meðaltali í leik.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls lýsir yfir mikilli ánægju með að Lewis sé orðinn leikmaður Tindastóls og þess má líka geta að Lewis er með íslenskan ríkisborgararétt líkt og félagi hans Darrell Flake, munu þeir félagar nú sameinast með liði Tindastóls. Telur stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar að Darrel K. Lewis sé sá leikmaður sem liðið þarfnist fyrir átök vetrarins og geti hjálpað okkar liði í að ná árangri.
/Fréttatilkynning