Eftirspurn eftir fellihýsum og tjaldvögnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.07.2014
kl. 11.32
Töluverð eftirspurn er eftir fellihýsum og tjaldvögnum meðal landsmótsgesta sem hyggjast leggja leið sína á Unglingalandsmót á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina.
Að sögn Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra mótsins, geta þeir Skagfirðingar sem vilja leigja slíka ferðavagna mótsgestum yfir helgina haft samband við hann í síma 898-1095 og látið vita af því.