Einar Georg og Ásgeir Trausti árita Hverafugla

Í dag klukkan 16:30 munu feðgarnir Einar Georg Einarsson á Laugarbakka og Ásgeir Trausti árita nýútkomna ljóðabók Einars, Hverafuglar, í kaffihorni KVH á Hvammstanga. Bókin er myndskreytt af Ásgeiri Trausta.

Með þeim verður Þorsteinn Einarsson, sonur Einars, en hann er meðlimur hljómsveitarinnar Hjálma. Saman eru þeir bræður, hann og Ásgeir Trausti, auk þess í nýrri hljómsveit sem nefnist Uniimog, eins og fram kom í frétt á Feyki.is fyrr í dag. Bókin Hverafuglar er til sölu í KVH ásamt nýjustu plötuútgáfum bræðranna.

Fleiri fréttir