Elínborgardagur á Skagaströnd

Í kvöld kl. 18:00 er mikil menningardagskrá í Fellsborg á Skagaströnd. Þar halda nemendur Höfðaskóla Dag íslenskrar tungu hátíðlegan, ásamt því að fagna 50 ára afmæli skólabyggingarinnar.

 

Dagurinn er nefndur eftir Elínborgu Jónsdóttur sem starfaði við Höfðaskóla í 50 ár.

Nemendur skólans munu syngja, leika, flytja ljóð, sögur o.fl.

Í ár eru 50 ár liðin frá því að eldri hluti skólabyggingar Höfðaskóla var tekinn í notkun og mun dagskrá kvöldsins því að einhverju leyti tengjast sögu skólans.Aðgangur er ókeypis en skólafélagið Rán verður með kaffi á borðum og veitingasölu í hléi

Fleiri fréttir