Sjómannadagurinn á Sauðárkróki 2019

Mynd frá hátíðarhöldunum. Mynd:EÍG
Mynd frá hátíðarhöldunum. Mynd:EÍG

Sjómannadagurinn á Sauðárkróki var haldinn hátíðlegur laugardaginn 1. júní með fínustu dagskrá á hafnarsvæðinu.

Dagskráin byrjaði klukkan 11:00 með skemmtisiglingu á Drangey SK2 og var hún til 12:00. Eftir siglinguna mætti Hvolpasveitin og Kærleiksbjörninn til að taka á móti gestum.

Grillaðar pylsur og dýrindis fiskisúpa yljaði lýðnum. Hoppukastalar, andlitsmálning, karnival þrautir, kassaklifur hjá Skagfirðingasveit og auðvitað candyfloss var allt á sínum stað, við mikinn fögnuð barnanna. Dorgveiðikeppnin var haldin eins og síðustu ár og aflinn góður, en því miður varð ekkert úr koddaslagnum þetta árið.

Þrátt fyrir nepju og norðangarra, þá var vel mætt og brosandi börn sem skemmtu sér vel á bryggjunni.

Myndir frá hátíðarhöldunum birtast hér fyrir neðan.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir