Evrópuverkefnið Female

Vinnumálastofnun stýrir samstarfsverkefninu "Female", en samstarfsaðilar koma frá fimm löndum, Bretlandi, Spáni, Litháen og Ítalíu en auk Vinnumálastofnunar á Íslandi er Háskólinn á Bifröst samstarfsaðili. 

Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlakonur, sem hafa nýlega stofnað fyrirtæki, með því að bjóða upp á námskeið sem eflir bæði persónulega og faglega hæfni þeirra. Námskeiðin hefjast í janúar 2015 en sækja þarf sérstaklega um þátttöku á heimasíðunni www.femaleproject.eu.

Á heimasíðunni er hægt að skrá sig á samfélagssíðu verkefnisins og verið þannig hluti af Evrópsku tengslaneti kvenna. Þar verður einnig að finna handbók og ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir konur í fyrirtækjarekstri. Á heimasíðu SSNV eru allar konur hvattar til að skrá sig á síðuna og vera með í spennandi verkefni!

Fleiri fréttir