Farskólinn býður upp á fjarnámskeið

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, býður á næstu dögum íbúum Norðurlands vestra upp á fimm gerðir fjarnámskeiða. Er það gert í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og stéttarfélögin Ölduna, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki, Samstöðu og Kjöl.

Hér er um að ræða fimm námskeið og eru þau sniðin að þeim aðstæðum sem nú eru í þjóðfélaginu. Námskeiðin eru öllum opin og gjaldfrjáls fyrir alla íbúa svæðisins. Skráning á námskeiðin fer fram hjá Farskólanum og eru einungis 15 pláss í boði á hverju námskeiði. Verði aðsókn umfram það verður námskeiðum bætt við. Ef þátttaka verður góð er stefnt að því að bjóða upp á fleiri námskeið af öðrum toga eftir páska.

Námskeiðin sem í boði verða eru eftirfarandi:

Á eigin skinni – Sölvi Tryggvason, http://farskolinn.is/namskeid/ns/faersla/thetta-er-nytt-namskeid/
Að standa af sér storminn – Helga Hrönn Óladóttir frá Streituskólanum, http://farskolinn.is/namskeid/ns/faersla/ad-standa-af-ser-storminn/
Forræktun mat- og kryddjurta – Auður Ottesen, http://farskolinn.is/namskeid/ns/faersla/forraektun-mat-og-kryddjurta-vefnamskeid/
Hugrekki í lífi og starfi – Þorgrímur Þráinsson, http://farskolinn.is/namskeid/ns/faersla/hugrekki-i-lifi-og-starfi-vefnamskeid/
Líkamsbeiting þegar unnið er heima – Þórhallur Guðmundsson sjúkraþjálfari, http://farskolinn.is/namskeid/ns/faersla/likamsbeiting-thegar-unnid-er-heima-vefnamskeid/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir