„Fáum bara þvert nei frá Völsungi“

Rúnar á vellinum. MYND: ÓAB
Rúnar á vellinum. MYND: ÓAB

Feykir bar nokkrar spurningar undir Rúnar Rúnarsson, formann knattspyrnudeildar Tindastóls, í kjölfar þess að KSÍ ákvað að klára Íslandsmótið í knattspyrnu. Hann er á þeirri skoðun að það hefði átt að fluta það af, allavegana í neðri deildum. „Ég geri mér grein fyrir því sem liggur undir í Pepsi Max deildunum varðandi Evrópusæti en það eru miklir peningar sem liggja þar,“ segir Rúnar.

„Við höfum getað æft eitthvað, en það er ekki aðal málið,“ segir hann. „Það eru leikmenn hjá okkur sem vinna með einstaklingum sem hafa undirliggjandi sjúkdóma, sem og leikmenn sem eiga foreldra með undirliggjandi sjúkdóma og þeir leikmenn vilja hreinlega ekki spila. Knattspyrnudeildin hefur fullann skilning á því og styðjum við þær ákvarðannir sem leikmenn taka í þessum málum.“

Hvernig er staðan hjá Tindastóli, verður hægt að tefla fram fullmönnuðu liði í 3. deildinni? „ Við komum til með að mæta með fullt lið í næsta leik, blindfullt lið. Það hefur mikil orka farið í að sannfæra leikmenn sem skráðir eru í Tindastól að draga fram skóna og spila þá tvo leiki sem eftir eru

Heyrst hefur að nöfn eins og Gísli Sig, Stefán Vagn, Alli Munda, Ingvar Magg og Guðbrandur séu byrjaðir að skokka um bæinn til að koma sér í form ásamt undirrituðum. Ég á svo í samningaviðræðum við Marra og Arnar Skúla um að taka fram skóna, þannig ég hef engar áhyggjur af þeim leikjum sem eftir eru hjá strákunum,“ segir Rúnar og brosir út í bæði. Hann segir enn ekki ljóst hvernig muni takast til með að manna karlalið Tindastóls.

Rúnar segir að stelpurnar eigi einn leik eftir í Lengjudeildinni, við Völsung og hefur verið vilji hjá Tindastól að drífa þann leik af. „KSÍ er búið að gefa leyfi til að flýta leiknum og hefðum við getað spilað hann um næstu helgi en fáum bara þvert nei frá Völsungi, þær séu nefnilega í fríi núna en ætla að byrja nýtt undirbúningstímabil, fyrir 2.deildina á þessum leik.  Þessi leikur skiptir Völsung engu máli, enda löngu fallnar, en ánægulegt að sjá að mikill metnaður sé hjá völsungi fyrir 2.deildina á næsta ári,“ segir Rúnar ókátur að lokum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir