Feykir.is mælir með heimsókn á Laugarbakka

 Markaður Grettistaks að Laugarbakka verður opinn allar helgar í sumar en heimsókn á Laugarbakka er vel þess virði að taka þessa stuttu beygju út frá þjóðvegi 1.  Á útisvæði við markaðinn má finna afþreyingu að hætti víkinga en inni er það handverkið og maturinn sem ræður ríkjum.

Viltu gott heimabakkelsi fyrir næsta nestisstopp, harðfisk nú eða lífrænt ræktað lambakjöt frá Bakkalæk á grillið. Feykir.is mælir með heimsókn á Laugarbakka.

Fleiri fréttir