Fjárveiting til kaupa á nýjum tankbíl til Brunavarna Húnaþings vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var þann 12. mars síðastliðinn var lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 til kaupa á nýjum tankbíl fyrir Brunavarnir Húnaþings vestra.

Í óveðrinu sem gekk yfir landið í desember varð alvarleg bilun á tankbíl Brunavarna Húnaþings vestra við hreinsun á tengivirki Landsnets í Hrútatungu og leiddi skoðun í ljós að viðgerð á bílnum svaraði ekki kostnaði. Viðaukatillagan hljóðar upp á þrjár milljónir króna og mun fjárfestingin koma í stað endurnýjunar á bifreið fyrir félagsþjónustu sem verður frestað.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fleiri fréttir