Fjölgar í sóttkví á Norðurlandi vestra

Yfirlit yfir stöðu mála í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem gefin var út í dag.
Yfirlit yfir stöðu mála í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem gefin var út í dag.

Einn einstaklingur var skráður í einangrun á Norðurlandi vestra í dag eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og í kjölfarið þurftu nokkrir að fara í sóttkví. Alls eru tólf manns í sóttkví í landshlutanum, flestir í dreifbýli Skagafjarðar eða tíu alls, en tveir eru í Austur-Húnavatnssýslu.

Í tilkynningu aðgerðarstjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra segir að búast hefði mátt fyrir breytingu frá síðustu viku og vill aðgerðastjórn ítreka mikilvægi þess að slaka hvergi á í persónubundnum smitvörnum.

Á landsvísu eru 1.048 einstaklingar í einangrun, flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 843, og 1820 í sóttkví af þeim 2.283 sem hana sæta á landsvísu. Á sjúkrahúsi liggja 53 og einn er á gjörgæslu.

„Vöndum okkur áfram, ferðumst ekki að óþörfu, munum fjarlægðarmörk, grímunotkun, handþvott og sprittnotkun,“ segir í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir