Fjölskyldudagur á Hlíðarenda
Fjölskyldudagur verður á golfvellinum Hlíðarenda á Sauðárkróki laugardaginn 17.maí nk. kl.13-15. Þar verður kynning á starfinu sem golfklúbburinn býður upp á í sumar, farið yfir æfingadagskrá barna og unglinga og golfskólann.
Samkvæmt heimasíðu golfklúbbsins verður Hlynur Þór Haraldsson golfkennari á æfingasvæðinu og sýnir réttu handtökin. Svo verður hægt fylgjast með nokkrum reynslumiklum kylfingum spila nokkrar golfholur.
Golfmarkaður verður í skálanum og þar verður líka heitt á könnunni og léttar veitingar.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu golfklúbbsins.