Flæðar á Sauðarkróki | Tillaga á vinnslustigi

Hugmynd Arkís arkitekta af því hvernig Flæðarnar gætu litið út þegar mennningarhús hefur verið reist á Sauðárkróki. MYND: ARKÍS ARKITEKTAR
Hugmynd Arkís arkitekta af því hvernig Flæðarnar gætu litið út þegar mennningarhús hefur verið reist á Sauðárkróki. MYND: ARKÍS ARKITEKTAR

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 41. fundi sínum þann 17. september 2025 að auglýsa tillögu á vinnslustigi fyrir „Flæðar á Sauðárkróki“ í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Vinnslutillagan er sett fram á uppdrætti nr. VT-01 í verki nr. 56292110 dags. 12.09.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.

Markmið deiliskipulagsins eru m.a. að hanna heildstætt yfirbragð fyrir áformaða uppbyggingu menningarhúss og umhverfis. Afmörkun lóða, skilgreining byggingarreita og skilmála. Skapa forsendur fyrir öruggt umferðarflæði gangandi, akandi og hjólandi vegfarenda. Uppdrátturinn sýnir afmörkun lóða, byggingarreiti, götulínur, helstu byggingarskilmála og skýringaruppdrætti. Skipulagsuppdrátturinn er í kvarðanum 1:1.000 á A1 blaði. Skýringaruppdrættir eru unnir af Arkís arkitektum og eru ekki í kvarða á skipulagsuppdrætti.

Tillagan á vinnslustigi er auglýst frá 18. september 2025 til og með 6. október 2025.

Hægt er að skoða vinnslutillöguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 1294/2025. Vinnslutillagan mun jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá kl. 10-12 og kl. 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi vinnslutillöguna. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is í síðasta lagi 6. október 2025. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

Greinagerð og uppdrátt má finna hér.

Fleiri fréttir