Flestir strikuðu yfir Ólínu og Jón Bjarnason
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.04.2009
kl. 09.07
Nokkuð var um útstrikanir í Norðvesturkjördæmi og bar þar mest á útstrikunum rúmlega 400 kjósenda sem strikuðu yfir nöfn þriggja frambjóðenda.
Flestir strikuðu yfir nafn Ólínu Þorvarðardóttur, sem skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar. Þá voru á annað hundrað útstrikanir yfir Jón Bjarnason, oddvita á lista VG og tæplega 100 strikuðu yfir nafn Ásbjörns Óttarssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins.
Útstrikanirnar breyta engu um röð þingmanna.