Flottur sigur Stólastúlkna
Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli mætti liði Hauka á Schenkervellinum í Hafnafirði í gærkveldi, mánudaginn 30. júní.
Kolbrún Ósk Hjaltadóttir kom Stólunum yfir þegar hún skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu. Rétt áður en fyrri hálfleik lauk jafnaði Hulda Sigurðardóttir stöðuna í leiknum með marki á 45. mínútu. Staðan í hálfleik 1-1.
Sædís Kjærbech Finnbogadóttir kom Haukum yfir í seinni hálfleik með marki á 50. mínútu. Ólína Sif Einarsdóttir jafnaði svo stöðuna í leiknum með marki á 83. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Ashley Marie Jaskula síðasta markið og þriðja mark Stólastúlkna í leiknum. Lokatölur 2-3 fyrir Tindastól.
Tindastóll er í 4. sæti riðilsins með 12 stig eftir 8 leiki. Haukastúlkur fylgja fast á eftir í 5. sæti riðilsins með 9 stig eftir 6 leiki.
Næsti leikur hjá stelpunum er fimmtudaginn 3. júlí, en þá mæta þær liði Hamranna í Boganum á Akureyri.