Forseti Íslands þakkar matvælaaðstoð Kaupfélags Skagfirðinga

Bréf forseta Íslands.
Bréf forseta Íslands.

Í kjölfar matargjafa Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfyrirtækja KS til Fjölskylduhjálpar Íslands nú í nóvember, barst Bjarna Maronssyni, stjórnarformanni KS, og Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra, bréf frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, þar sem hann þakkar myndarskap og samhug í aðdraganda jóla. Biður Guðni fyrir þakkir og jólakveðjur til alls starfsfólks kaupfélagsins.

Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Jónssonar hjá mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga,  sem hefur umsjón með dreifingu matvælanna fyrir hönd KS, gengur dreifingin vel. Í lok nóvember var búið að afhenda sem samsvarar 22 þúsund máltíðum til hjálparstofnana. Magnús gerir ráð fyrir að í lok desember verði mataraðstoðin farin að nema sem samsvarar 50 þúsund máltíðum.  

Í þakkarbréfi Guðna forseta til Kaupfélags Skagfirðinga segir að í samfélagi okkar finnist þeir því miður ætíð sem þurfa á aðstoð að halda og farsóttin valdi því að enn hafi fjölgað í þeim hópi. „Enginn á að þurfa að þola matarskort í þessu landi. Rausnarleg gjöf kaupfélagsins, sem kynnt var nýlega, mun víða skipta sköpum. Fólk mun fá notið heilnæms fæðis, kjöts, fisks og mjólkurvöru. Ég veit að upp til hópa kunna Íslendingar vel að meta rausn af þessu tagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir