Frábær árangur Jóhanns Björns
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
03.06.2014
kl. 09.35
Vormót UFA var haldið á Akureyri síðasta laugardag, þann 31. maí. Í 100 m hlaupi karla sigraði Jóhann Björn Sigurbjörnsson UMSS á 11,10 sek. Í 2. sæti varð Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA á 11,23 sek. Sagt er frá þessu á vef Tindastóls.
Í 200 m hlaupi karla sigraði Jóhann Björn einnig, hljóp á 22,12 sek, sem er hans besti tími á vegalengdinni utanhúss, átti 22,65 sek frá 2012. Í 2. sæti varð Kolbeinn Höður á 22,25 sek og Daníel Þórarinsson UMSS í 3. sæti á 23,00 sek, sem er hans besti tími. Nokkur mótvindur var í báðum hlaupunum.
Fleiri Skagfirðingar kepptu á mótinu og stóðu sig vel. Úrslit mótsins er að finna hér.