Fræðsludagar um lesblindu vel sóttir
Um síðustu helgi voru haldnir fræðsludagar um lesblindu fullorðinna á Blönduósi og á Sauðárkróki. Mæting var mjög góð eða um 60 þátttakendur.
Mörg athyglisverð erindi voru flutt þar sem fólk ýmist sagði frá reynslu sinni af glímunni við lesblindu eða hvernig hægt er að meðhöndla hana í dag með aukinni þekkingu og tækni.
Þóra Björk Jónsdóttir, sérkennsluráðgjafi, fjallaði á fræðilegan hátt um orsakir og afleiðingar lesblindu og nýjustu kenningar.
Guðmundur Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi sagði reynslusögu sína og fór meðal annars í gegnum sína skólagöngu. Sjá heimasíðu Félags lesblindra á Íslandi.
Þóra S. Ingólfsdóttir sagði frá þjónustu Blindrabókasafnsins en nú eru 4000 lesblindir í viðskiptum við Bókasafnið. Sjá heimasíðu Blindrabókasafnsins.
Hartmann Guðmundsson frá Örtækni sagði frá lesþjóninum EasyTudor, sem hægt er að nýta sér til að lesa upp texta í tölvunni. Sjá heimasíðu Örtækni.
Bryndís Þráinsdóttir sagði frá þjónustu og verkefnum Farskólans, sem tengjast lesblindum, svo sem eins og greiningu og ráðgjöf sem er ókeypis hjá Farskólanum.
Ásgerður Pálsdóttir og Þórarinn Sverrisson sögðu frá þjónustu stéttarfélaganna, meðal annars hvað varðar niðurgreiðslur úr fræðslusjóðum vegna námskeiða. Sjá heimasíðu Öldunnar stéttarfélags.
Sturla Kristjánsson fjallaði um máltöku, lestur og ritun út frá sjónarhóli Ron Davis hugmyndafræðinnar. Sjá heimasíðu Les.is.
Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra, sagði sína reynslusögu, bæði hvað varðar skólagöngu og hvernig hann hefur tekið tæknina í sína þjónustu í daglegu lífi og starfi.
Margrét. Björk Arnardóttir stýrði dagskrá fræðsludagana.
Hafinn er undirbúningur að fræðsludegi um lesblindu á Hvammstanga og nágrenni.
/Farskólinn.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.