Fram með ruslið!
Nútímalist, vinnustofa og ráðstefna um auðlindir standmenningar. Dagana 4. ágúst til 16. ágúst mun hópur norrænna listamanna dvelja á Skagaströnd og vinna verkefni þar sem leitað er leiða til að setja það sem við í daglegu tali köllum rusl í listrænt samhengi. Verkefnið sem er samnorrænt verður unnið í bæjunum: Smøla, Noregi 2013, Skagaströnd 2014, Læsø Danmörku 2015.
Listamennirnir sem vinna að verkefninu eru: Nina Maria Kleivan, Micael Hansen, Rune Johansen, Mona Eckhoff Sørmo, Janne Aas, Heidi Rognskog Mella, Bjørn Nørgaard, Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Verkefninu á Skagaströnd lýkur með sýningu í Sundlaug Skagastrandar sem opnar kl. 17.00 föstudaginn 15. ágúst og ráðstefnu um listir og hið ónýtta efni. Ráðstefnan verður haldin í félagsheimilinu Fellsborg 16. ágúst kl. 9.00 – 16.00.
Dagskrá ráðstefnunnar:
RUSL - RASK ráðstefna í Fellsborg
09:15 Opnun ráðstefnunnar
Adolf H. Berndsen, oddviti Skagastrandar
09:30 „Fram með ruslið,“ RASK verkefnið kynnt
Heidi Rognskog and Mona Eckhoff, listamenn og verkefnisstjórar
09:15 Menningarverkefni í litlu samfélagi
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Skagaströnd
09:45 Nes listamiðstöð
Hrafnhildur Sigurðardóttir, listamaður og stjórnarmaður í Nes listamiðstöð
0:15 Sjálfbærni í vanþakklátum heimi
Mark Swilling, prófessor við Stellenbosch háskóla
11:00 Kaffihlé
11:15 Staðblær í samfélögum og sjálfboðastarf
Laila Skaret, menningarfulltrúi í sveitarfélaginu Smøla
11:35 Innri og ytri landakort
Hilde Rognskog, listamaður
12:00 Hádegisverður
12: 45 „Stórar frásagnir vaxa upp á litlum stöðum“
Olav Juul fyrrv. bæjarstjóri í sveitarfélaginu Læsø
13:15 Draumalandið
Andi Snær Magnason, rithöfundur og aðgerðarsinni
14:30 Upplifun af samfélögum – ímynd og áhrif
Selma Dôgg Sigurjónsdóttir – Nýsköpunarmiðstöð Íslands
15:15 Samantekt og lok ráðstefnu
/Fréttatilkynning