Framgangur beitukóngsrannsókna hjá BioPol

Beitukóngsveiðarnar hafa gengið ágætlega, nú hefur verið vitjað fjórum sinnum um gildrurnar og þær fluttar til. Fyrstu trossurnar voru lagðar rétt sunnan við Skagaströnd svo hafa þær verið færðar norðar í hvert sinn sem vitjað er.

Hafrún HU12 hefur verið notuð til veiðanna og er öll aðstað um borð til fyrirmyndar. Aflinn var frekar dræmur í annari vitjun og er líklegt að slæmt veður hafi spilað þar inní.

 

Eftir þriðju vitjun á laugardaginn síðasta var hálf tindabykkja sett til viðbótar við hökkuðu síldina í gildrurnar. Tindabykkjan virðist hafa góð áhrif á veiðina því að í síðust vitjun var heildaraflinn 139 kg eða að meðaltali 2,3 kg í gildru. Mesta veiðin í eina gildru var 4,9 kg sem þykir nokkuð gott. Veiðin virðist vera best á 10 til 20 föðmum. Áætlað er að leggja trossurnar 4 sinnum í viðbót í þessari atrennu.

Veður var afskaplega gott í gær eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Fleiri fréttir