Framkvæmdir á Hveravöllum

Á sveitarstjórnarfundi í Húnavatnshrepp á dögunum var farið yfir málefni Hveravallafélagsins en áætlað er að festa kaup á gámahúsi fyrir nýjar snyrtingar.

Þá hefur verið unnið að gerð drenlagna. Auka þarf hlutafé í Hveravallafélaginu til þess að standa undir framkvæmdum. Húnavatnshreppur er nú þegar meirihlutaeigandi félagsins og samþykkti hreppsnefnd að ábyrgjast yfirdrátt vegna félagsins allt að krónum tveimur milljónum Nýja Kaupþingi útibúinu á Blönduósi.

Fleiri fréttir