Framleiðslutími vegabréfa 12 virkir dagar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.06.2014
kl. 14.33
Í tilkynningu frá Sýslumanninum á Blönduósi og Sauðárkróki, sem Feyki barst í dag, kemur fram að frá og með 1. Maí 2014 sé framleiðslutími vegabréfa 12 virkir daga. Þetta þýðir á vegabréf fara í póst á tólfta virka degi frá því að sótt var um.
Allt að þrír virkir daga geta svo liðið þangað til þau skila sér með pósti.
Umsóknardagur telst fyrsti dagur af umræddum tólf dögum og ef frídagar eru á tímabilinu lengist tíminn sem þeim nemur.