Frítt í sund í hreyfiviku

Nú stendur yfir alþjóðleg hreyfivika og í tilefni hennar býður Sveitarfélagið Skagafjörður öllum frítt í sund milli kl 17 og 19 dagana 29. september til 5. október í sundlaugum í firðinum. Gildir það í Varmahlíð, Hofsósi og Sauðárkróki. 

Þar sem sundlaugarnar loka fyrr um helgar er frítt milli kl 10 og 12 um helgina 4. og 5. október. Heimasíða Hreyfiviku er á þessari slóð. Einnig eru upplýsingar á facebook-síðu UMSS

Fleiri fréttir