Frjáls íþróttamót framundan hjá USAH

Frjáls íþróttamót USAH fara fram á næstu vikum. Fyrsta mótið verður á miðvikudaginn kemur, þann 16. júlí, en það er Barnamót USAH og verður það haldið í Húnaveri og hefst kl. 18:00. Mótið er fyrir börn 10 ára (fædd 2004) og yngri.

Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum verður haldið 28. – 29. júlí á Blönduósvelli og hefst kl. 18:00 báða dagana en það mót er fyrir 10 ára (fædd 2004) og eldri.

Að lokum er það Minningarmót Þorleifs Arasonar sem haldið verður 12. ágúst n.k. á Húnavöllum. Frá þessu er sagt á vefnum Húni.is.

Fleiri fréttir