Fuglastígur á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.08.2014
kl. 16.19
Undanfarnar vikur hefur Selasetrið leitt verkefni um gerð fuglastígs á Norðurlandi vestra fyrir hönd Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra. Ellen Magnúsdóttir líffræðingur var ráðin til verksins og hefur frá því í byrjun júní skoðað vænlega fuglaskoðunarstaði í landshlutanum og kortlagt tegundir á hverjum stað.
Á vef Selasetursins er sagt frá því að verki hennar er við það að ljúka og í framhaldinu mun verða gert kort af stöðunum ásamt því að sett verður upp heimasíða fyrir stíginn. Verkefnið er liður í eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu á svæðinu.