Fundur fyrir áhugafólk um hjólreiðar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.09.2014
kl. 09.26
Boðað er til fundar áhugamanna um hjólreiðar í Skagafirði í aðstöðu Siglingaklúbbsins Drangeyjar fimmtudaginn 4. september kl. 19:30. Í tilkynningu frá fundarboðendum segir að allar gerðir hjólreiðamanna séu boðnar velkomnar á fundinn, karlar, konur, ungir sem aldnir og heilu fjölskyldurnar.
Farið verður í léttan hjólatúr og í framhaldinu málin rædd yfir kaffibolla.