feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 22.08.2025
kl. 15.30 bladamadur@feykir.is
Huni.is segir frá: „Nú er farið að síga á seinni hlutann í laxveiðinni þetta sumarið. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum Húnahornsins hefur laxveiði í helstu laxveiðiám Húnavatnssýslna verið léleg eða um 60% minni en í fyrra
Mælifellskirkja í Skagafirði fagnaði hundrað ára afmæli á þessu vori. Mælifell er forn kirkjustaður og prestssetur þar sem kirkja hefur líklega staðið frá árdögum kristni í landinu, helguð heilögum Nikulási. Mælifellsprestar þjónuðu annexíunni Reykjum frá siðaskiptum og frá árinu 1907 einnig Goðdölum og Ábæ í Austurdal.
Þegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Lokað efni 22.08.2025
kl. 09.02 oli@feykir.is
Um liðna helgi fór fram hin árlega Hólahátíð. Að þessu sinni hófst hátíðin á laugardaginn með Hólahátíð barnanna sem að mestu leyti fór fram utan dyra og fór hún vel fram við leik og söng í einstakri veðurblíðu. Að sögn sr. Gísla Gunnarssonar Vígslubiskups sem hafði veg og vanda að hátíðinni ásamt auðvitað mörgum fleiri, einkenndi ljúf og góð stemning þessa daga og sagði hann í spjalli við Feyki að honum hefði orðið á orði að heilagur andi hefði greinilega gert sér ferð í Hóla.
Ævisaga skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi, rituð af þeim Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, verður gefin út hjá bókaforlaginu Tindi á næsta ári. Þá verða liðin áttatíu ár frá því að fyrsta bindi skáldsögunnar Dalaífs, sem enn er meðal mest lesnu bóka landsins, kom út.
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Jóna - atkvæði og ambögur eftir Jón Ingvar Jónsson í samantekt og ritstjórn Símonar Jóns Jóhannssonar. Jón Ingvar var fæddur á Akureyri árið 1957 og ólst þar upp en lést langt fyrir aldur fram árið 2022. Hann var sonur Jóns Hafsteins Jónssonar stærðfræðikennari og Soffíu Guðmundsdóttur tónlistarkennari. Jón Ingvar hóf sína skólagöngu á Akureyri fimm ára gamall en veturinn 1965 – 1966 bjó hann hjá föðurbróður sínum Ingvari Gýgjari og Sigþrúði konu hans á Gýgjarhóli í Skagafirði og gekk þar í barnaskóla.
Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði.
Hugmynd sem fæddist við eldhúsborðið gæti orðið næsta stóra fyrirtæki. En hvernig fer maður af stað? Það er spurning sem margir sem ganga með hugmynd í maganum hafa líklega spurt sig – og svarið gæti nú leynst í nýju verkefni sem fer af stað í haust: Startup Landið, viðskiptahraðall sérstaklega ætlaður frumkvöðlum utan höfuðborgarsvæðisins.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Ingunn Kristjánsdóttir, fædd árið 1990, er Króksari í húð og hár en foreldrar hennar eru Sigríður Margrét Ingimarsdóttir og Kristján Örn Kristjánsson. Ingunn hefur stundað nám í Bandaríkjunum síðustu árin og útskrifaðist með bachelor í sálfræði frá University of Florida í maí 2014 og stundar nú mastersnám í atferlisfræði við University of the Pacific í Stockon í Kaliforníu. Hún spilar smá á gítar en segist vera alveg „...pro á hristur en annars er það bara röddin sem er mitt aðal hljóðfæri.“ Hún söng sitt fyrsta lag inn á plötu árið sem hún fermdist. „En ætli það standi ekki uppúr að hafa verið í öðru sæti í söngkeppni framhaldsskólanna 2008 og svo var ég auðvitað í hljómsveitinni Batterý og SENSE – good times!“