"Gærurnar" farnar að minna á sig

 „Gærurnar“ í Húnaþingi vestra eru faranar að minna á sig með hækkandi sól og hafa boðað opnun á Nytjamarkaðnum laugardaginn 19. júní samhliða Fjöruhlaðborði hjá Húsmæðrunum í Hamarsbúð.

Nytjamarkaðurinn er starfræktur í gærukjallaranum í sláturhúsinu á Hvammstanga og kennir þar ýmissa grasa og hægt er að gera kostakaup á hlutum sem maður vissi ekki að mann vantaði. Opið verður alla laugardaga út júlí a.m.k. frá kl: 11:00 – 16:00´.

Í fréttabréfi frá “Gærunum”  segir m.a.:

Margir hafa munað eftir okkur í tiltektunum í vetur og vor og erum við komnar með ýmislegt nytsamlegt “góss”!!!!!

Viljum við þakka kærlega fyrir það sem komið er og fyrir þá sem eiga eitthvað heimavið handa okkur, ætlum við að hafa opið fyrir móttöku í kjallaranum mánudaginn 7. júní og miðvikudaginn 9.júní frá kl: 17:00 – 19:00. Síðan verðum við þarna alla miðvikudaga í sumar á sama tíma.

Eins og mörg  ykkar vitið var oft mjög líflegt hjá okkur í kjallaranum og eftir sumarið gáfum við umtalsvert til góðra mála. M.a. fengu Leikskólinn Ásgarður, ungliðastarf Björgunarsveitarinnar Húna og Hestamannafélagið Þytur góðar gjafir, síðan gáfum við í hinar ýmsu safnanir sem voru á svæðinu.  Þetta finnst okkur “fðábæðt”, en þó mest um vert að forða þessum hlutum frá urðun og koma þeim aftur í verð!!

Okkur finnst einsýnt að Nytjamarkaðurinn er kominn til að vera, svo við viljum biðja ykkur, sem eruð að taka til hjá ykkur, að hafa okkur í huga, ef þið viljið láta okkur fá dót frekar en AÐ LÁTA URÐA ÞAÐ!!

Við sækjum ef þarf.

Munið: “Eins manns rusl er annars gull”

  • Helga Hreiðars. S: 864 2616
  • Helga Hinriks. S: 894 4931
  • Gréta Jósefs. S: 897 2432
  • Ása Ólafs. S: 847 7837
  • Árborg Ragnars. S: 863 6016
  • Dýrunn Hannesar. S: 895 2466
  • Olga Geirsd. S: 451 2277

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir