Gerir athugasemd við að vegum hafi ekki verið skilað í viðunandi ástandi
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
23.09.2014
kl. 09.23
Vegagerðin hyggist framvegis sjálf sjá um vetrarþjónustu á þjóðvegum í þéttbýli í Húnaþingi vestra, vegir 72 og 711. Sveitarstjóra hefur verið falið að kanna stöðu sveitarfélagsins gangvart samningi við núverandi verktaka um snjómokstur á þessum vegum. Þetta kemur fram í fundargerð byggðarráðs Svf. Húnaþings vestra frá því í gær.
Byggðaráð gerir jafnframt athugasemdir við að vegunum Klapparstígur frá Hvammstangabraut að Strandgötu, Strandgata frá Klapparstíg að Smiðjugötu og Smiðjugötu frá Strandgötu að Hafnarbraut hafi ekki verið skilað í viðunandi ástandi þegar þeir voru teknir að vegaskrá og fer fram á að úr því verði bætt hið fyrsta.