Gestadagur á Reynistað
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.08.2024
kl. 11.32
siggag@nyprent.is
Gestadagur á fornleifasvæðinu á Reynistað í Skagafirði laugardaginn 31. ágúst kl. 14:00.
Boðið verður upp á leiðsögn, á ensku og íslensku, um uppgröftinn sem fró fram í sumar. Þeir sem hafa áhuga á að mæta koma við Reynistaðakirkju.
Allir velkomnir.
Fleiri fréttir
-
Kom frá Lúxemborg til að lagfæra leiði Howells í Miklabæjarkirkjugarði
Það er löngu ljóst að í kirkjugörðum landsins hvílir ómissandi fólk. Flest fáum við yfir okkur kross eða legstein að lífsleiðinni lokinni, aðstandendur sinna leiðunum meðan þeirra nýtur við og svo hverfum við flest í gleymskunnar dá undir grænni torfu. En ekki allir. Nú í lok september mætti Serge nokkur Wildhage, mikill Íslandsvinur, alla leið frá Lúxemborg til að rétta af og lagfæra leiði manns sem grafinn var í Miklabæjarkirkjugarði, manns sem hann þekkti ekkert og var ekkert skyldur en tengdist þó á sérstakan hátt.Meira -
Örfáar mínútur í hvíld í marga klukkutíma
Feykir sagði frá því um daginn þegar Þuríður Elín Þórarinsdóttir hljóp sinn allra lengsta bakgarð til þessa, eða hvorki meira né minna en 221,1 km, sem fólk eins og ég og þú eigum pínulítið erfitt með að ná utan um. Þuríður var í fjórða sæti af heildarkeppendum og í öðru sæti kvenna. Fyrir þá sem ekki vita hvað Bakgarðurinn er þá er það hlaup, þar sem farinn er 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari, sem þýðir að Þuríður hljóp í 33 klukkustundir. Hvíldin sem keppandinn fær ræðst af því hvað hann er fljótur að hlaupa hringinn, því alltaf þarf að legga af stað í þann næsta á heila tímanum. Blaðamaður Feykis heyrði í Þuríði aðeins til að taka stöðuna.Meira -
Lítur á sameiningu sem afar vænlegan kost
Feykir sagði frá því í vikunn að íbúafundir sem fóru fram í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í síðustu viku. hafi verið vel sóttir og umræður á þeim fjörugar en til umræðu var möguleg sameining sveitarfélagnna tveggja. Af því tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra.Meira -
Nú fer ég heim að lesa ljóð
„Okkar einstaki samstarfsmaður til margra áratuga, Guðrún Sighvatsdóttir, sem við öll þekkjum sem Gurru, lætur af störfum í dag eftir meira en þrjátíu ára viðveru á skrifstofu FISK Seafood. Og hún velur daginn af vandvirkni. Í fyrsta lagi er þetta 65. afmælisdagurinn hennar og í öðru lagi leggur hún niður störf á 50 ára afmælisdegi kvennafrídagsins,“ segir í kveðju sem Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri FISK Seafood skrifar fyrir hönd starfsmanna á netsíðu fyrirtækisins.Meira -
Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti FNV í gær
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 24.10.2025 kl. 12.25 gunnhildur@feykir.isMennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristjánsson er á ferðalagi um landið að heimsækja framhaldsskóla landsins og heimsótti hann Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 23. október síðastliðinn ásamt fylgdarliði.Meira
