Góð þátttaka í umhverfisdögum í Skagafirði

Í lok átaksins voru plöntur gróðursettar á ýmsum stöðum í héraðinu í tilefni þess að Umhverfisdagar voru haldnir í 30. skiptið. Hér er öflugur hópur sem gróðursetti í Varmahlíð. Mynd af FB síðu Svf. Skagafirði.
Í lok átaksins voru plöntur gróðursettar á ýmsum stöðum í héraðinu í tilefni þess að Umhverfisdagar voru haldnir í 30. skiptið. Hér er öflugur hópur sem gróðursetti í Varmahlíð. Mynd af FB síðu Svf. Skagafirði.

Umhverfisdagar voru haldnir í Skagafirði í síðustu viku og tókust vel, að sögn Ingibjargar Huldar Þórðardóttur, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar,  enda var ákveðið að gera meira úr átakinu þetta árið þar sem 30 ár voru frá fyrsta umhverfisdeginum í sveitarfélaginu.

„Það tókst vel til og ég fann fyrir mikilli jákvæðni og ánægju með átakið í samfélaginu. Veðrið hefur alltaf einhver áhrif en umhverfisvitund og virðing ræður mestu í svona átaki. Umhverfismál eru mikið í umræðunni og við berum sameiginlega ábyrgð og allir eiga að geta lagt sitt af mörkum,“ segir Inga Huld. Henni fannst þátttakan vera góð og sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með fyrirtækjaáskoruninni.

„Umhverfisdagar eiga ekki bara að snúast um að taka til í náttúrunni, heldur líka að hvetja fólk til að njóta útivistar og hafa börnin með. Þannig eflist umhverfisvitund okkar,“ segir hún um leið og hún þakkar Skagfirðingum fyrir góða þátttöku. „Ég vil hvetja fólk til að  halda áfram að huga að umhverfi okkar. Saman gerum við fallegan fjörð fallegri.“

Hægt er að skoða myndir á FB síðu Sveitarfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir