Góð uppskera í Skólgarði Húnaþings vestra

Fyrir skömmu fóru krakkarnir í fyrsta til fjórða bekk Grunnskóla Húnaþings vestra, ásamt umsjónarkennurum, að taka upp grænmeti úr skólagarðinum á Hvammstanga. Uppskeran þetta árið var góð, enda hefur tíðarfar verið með ágætum í sumar.

Þarna rækta krakkarnir meðal annars kartöflur, kál og gulrætur sem koma að góðum notum í mötuneyti grunnskólans. Gekk þetta allt saman mjög vel og eiga krakkarnir hrós skilið fyrir dugnaðinn við upptökuna og áhugan sem þau hafa á ræktun matjurta, og var ekkert beðið með það að smakka á uppskerunni. 

 Hægt er að sjá fleiri myndir HÉR

/Hvammstangablogg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir