Greta Clough ráðin markaðs- og viðburðarstjórnand Prjónagleði 2020

Greta Clough og Jóhanna Pálmadóttir, verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands. Mynd af Facebooksíðu Textílmiðstöðvar Íslands.
Greta Clough og Jóhanna Pálmadóttir, verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands. Mynd af Facebooksíðu Textílmiðstöðvar Íslands.

Greta Clough hefur verið ráðin sem markaðs- og viðburðarstjórnanda Prjónagleðinnar 2020 sem haldin verður á Blönduósi dagana 12.-14. júní næstkomandi en Textílmiðstöð Íslands hlaut á dögunum styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til ráðningarinnar. Greta tók til starfa þann 17. febrúar síðastliðinn að því er segir á Facebooksíðu Textílmiðstöðvar Íslands.

Prjónagleði er haldin af Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi og verður þetta í fimmta sinn sem hún er haldin. Verkefni markaðsstjóra er m.a. að skipuleggja viðburði í tenglsum við hátíðina í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á Norðurlandi vestra og að markaðssetja hátíðina, jafnt hér á landi sem erlendis.

Greta Clough hefur víðtæka reynslu af viðburðastjórnun og markaðsetningu. Hún hefur m.a. stýrt Handbendi Brúðuleikhúsi á Hvammstanga og var á síðasta ári kjörin formaður UNIMA á Íslandi sem eru heimssamtök brúðulistafólks. Einnig var Greta var framkvæmdastjóri Elds í Húnaþingi sl. ár.

Undirbúningur að Prjónagleði er þegar hafinn og er hægt að fylgjast með á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands, www.textilmidstod.is/ og á Facebooksíðunni Prjónagleði - Iceland Knit Fest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir